Mía dúkkupeysa og húfa
Mía lína hefur slegið heldur betur í gegn. Svo uppáhaldsdúkkan þarf auðvitaða að vera í takt við eiganda sinn :)
Mía dúkkupeysa og húfa eru í einni stærð og miðað við að hún passi á dúkku sem er um það bil 40 til 45 cm eða svipuð að stærð og baby born. Peysan er prjónuð fram og til baka og listar gerðir jafnóðum. Pífur og krúttlegheit eru að sjálfsögðu á þessari peysu.
Þú getur notað í raun hvaða garn sem er sem passar við prjónafestu 27/10 og prjóna nr. 3
Til dæmis, Sunday , Lanett, Sisu, Dala baby og Tyn merino. Ef þú vilt gera peysuna á stærri dúkku geturðu stækkað prjóna um hálft númer og notað dala lille lerki. En það er bara smá hugmynd. Uppskrift miðast við fínna garn 😉
Magn af garni: Í peysu og húfu fer rúmlega ein dokka af garni