Mía húfa
Mía húfan er ólöglega krúttleg. Hún getur verið með tveimur dúskum, bangsaeyrum eða bara plein . Hún er falleg á alla kanta, fer vel á kolli, hylur eyrun og passar við allt og er ómissandi í Míu línunni.
Húfan er prjónuð með garðaprjóni fram og til baka, hnakkastykkið er prjónað slétt með stuttum umferðum til að móta hnakkann. Hliðarnar eru prjónaðar/saumaðar við miðjustykki og lykkjur síðan teknar upp neðan á húfunni til að gera listana.
Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Það er hvernig þú kæri prjónari vinnur með garnið. Einnig mæli ég með að þú takir ummál á barninu og ákveðir svo stærð til að prjóna.
Stærð: 0 til 3 mánaða, 3 til 6 mánaða, 6 til 12 mánaða, 1 til 2 ára, 2 til 4 ára
Tillögur að garni: Dala Lille lerki, flott líka í Mohair, einum þræði af Tilia og einum þræði af Sunday eða Arwetta.
Magn í gr: 70, 70, 80, 100, 100 ( ég notaði akkúrat 50 í tvær minstu stærðirnar með eyrum )
Prjónafesta: 26/10 á prjóna nr. 3
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .