Ösp kjóll

  • 1.350 ISK kr
VSK innifalin í verði


Þegar ein ömmustelpan mín fæddist 2020 gerði ég rosalega fallegan skokk á hana. Uppskriftin var hins vegar einhver staðar aftarlega í forgangsröðinni sennilega því ég var ekki alveg sátt við hana.

Þessi kjóll er sem sagt búin að vera í mótun í 2 ár og ætti því að vera fullkomin.

Skokkurinn er prjónaður neðan frá og upp með fallegu demantamunstri í pilsinu og klauf á bakstykki.  Það er gert ráð fyrir samfellu á tvær minnstu stærðirnar og eru lykkjur fyrir hana teknar upp af pilsinu á röngu. Ég nota Filcolana Merci í skokkinn, garn sem er blandað bómull og merinoull, létt og þægilegt garn og hentar ótrúlega vel í barnaflíkur sem þú vilt að barninu líði vel í. Ekki of heitt eða kalt.

Þessi uppskrift er frekar fyrir vana og mundi kannski ekki henta þeim sem eru að byrja að prjóna 😊

Stærð:                    3ja mánaða, 6 mánaða, 9 mánaða, 1 árs

Ummál í cm:          40, 44, 47, 50

Tillögur að garni:    Filcolana Merci , fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun  www.garnigangi.is

Magn í gr:              100, 100, 150, 150

Prjónafesta:           28/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með