Regn , jakkapeysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Jakkapeysa er aðeins of nauðsynleg handa öllum kátum krökkum. Við buxurnar, við kjólinn eða bara til að vera smart alltaf, alls staðar.

Peysan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður með útaukningu í laska. Listarnir eru teknir upp eftir á. Peysan er með fallegu munstri sem er auðvelt að prjóna og eru sléttar og brugðnar lykkjur rétt eins og í Regn heilu peysunni. Nokkuð einföld í vinnslu.

Þessi peysa er gefin upp í Pernilla garni sem hentar vel í hana. Prjónafesta á því er 22/10 en með þessu munstri fer það í 24/10 þar sem munstrið tekur vel til sín. Þú skalt passa upp á það ef þú ætlar að nota annað garn.

Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4 ára.

Ummál í cm:          52, 55, 60, 62, 66

Uppgefið garn:       Pernilla frá Filcolana, fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun  www.garnigangi.is

Magn í gr:              100, 150, 150, 200, 200

Prjónafesta:           24/10 á prjóna nr. 4

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með