Regn samfestingur

  • 1.350 ISK kr
VSK innifalin í verði


Samfestingar eru svo góðir á krakkana. Ég ákvað að gera einn í Regn línu en með hettu. Æðislegur í útileguna og undir pollagallann á leikskólann og bara alla daga. Alltaf!

Samfestingurinn er prjónaður ofan frá og niður, þú byrjar á hettunni. Það er aukið út í laska og gallinn er heilmunstraður með auðveldu munstri sem samanstendur af sléttum og brugðnum lykkjum. Prjónið gerir hann þykkan og hlýjan. Það eru stuttar umferðir á bakhluta til að gera hann klæðilegri og búa til pláss fyrir bossann. Listarnir eru gerðir jafnóðum sem er algjör snilld. Ég geri listana á stutta sokkaprjóna en það er að sjálfsögðu val.

Ég miða prjónafestu við uppgefið garn, endilega athugaðu að ef þú notar annað garn gætu ummálin breyst eða garn magnið verið annað. Einnig eru ummál reiknuð með tilliti til munsturs og á að vera víður 😊

Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4, 5 ára.

Ummál í cm:          56, 58, 66, 68, 72, 76

Tillögur að garni:    Peruvian ull frá Filcolana, fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun  www.garnigangi.is

Magn í gr:              300, 350, 400,  450, 500, 550 með hettu. (Athugið að það fer rúmlega 1 dokka í hettu )

Prjónafesta:           19 til 20/10 á prjóna nr. 5

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með