Rólóbuxur
Hlýjar og góðar á leikskólann eða útileguna. Flottar við Dýrafjör peysurnar og Búa. Það er hægt að hafa þær án garða og einlitar, með teygju í mittið eða bandi .
Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður, með stuttum umferðum og bandi í mittið, Strengurinn er saumaður niður eftir á og er með annan lit að innan verðu. Kúl og pínu öðruvísi.
Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Það er hvernig þú kæri prjónari vinnur með garnið. Einnig mæli ég með að þú takir ummál á barninu og ákveðir svo stærð til að prjóna.
Stærð: 6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4 ára.
Ummál í cm: 51, 53, 56, 58, 62
Tillögur að garni: Filcolana Pernilla, hrein ný ull. Fæst í netverslun www.maro.is eða sambærilegt garn.
Magn í gr: 100, 100, 100, 150, 150
Prjónafesta: 24/10 á prjóna nr. 3,5
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið staðfest