Sigluvík , barnapeysa
Falleg og hentug peysa á alla krakka. Hlý og góð í leikskólann og út að kaupa ís með ömmu.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningum í berustykkinu. Munstrið er hefðbundið og nokkuð vinsælt og er samansett af sléttum og brugðnum lykkjum, eitthvað sem allir kunna. Þessi mundi klárlega henta þeim sem eru óvanir eða að byrja að prjóna því hvorki munstur né útaukningar eru flóknar.
Alla merinoull ber að þvo varlega og sérstaklega peysur sem eru prjónaðar slétt og brugðið. Merinoullin gefur eftir og þú skalt gera ráð fyrir að flíkin stækki aðeins. Ég gef upp tvær týpur af garni sem eru frekar ólíkar en peysan er ekkert síður falleg í Filcolana garninu en verður ekki alveg eins víð (chunky) en það gæti munað um 2 til 4 cm á yfirvídd.
Stærð: 1, 2, 3, 4, 5 , 6 ára
Ummál í cm: 58, 63, 65, 68, 72, 78
Tillögur að garni: Hey Mama wolf, mokosh 100 gr og 300 metrar á hespu fæst hjá Rendur.is eða Filcolana Pernilla 175 metrar á 50 gr sem fæst hjá Garn í gangi.
Magn í gr: 150, 150, 200, 200, 300, 300.
Prjónafesta: 23/10 á prjóna nr. 3.5 eða 22/10 á prjóna nr. 4 fyrir Filcolana Pernilla
Þú þarft að nota hringprjón og sokkaprjóna nr. 3, 3,5 og 4, prjónamerki og nál til frágangs. Athugið að prjónastærð 4 eru fyrir þá sem ætla að nota pernilla.
Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka
Reikningsupplýsingar : 0123 - 26 - 201091 og Kennitala: 010865 - 3369
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .