Smáravesti

  • 950 ISK kr
VSK innifalin í verði


Strákar eru ótrúlega sparilegir og sætir í svona vesti. Flott fyrir hátíðlega daga og í afmælið hjá afa. Nú eða bara í leikskólann ef stemmingin er þannig. Vestið er prjónað neðan frá og upp, með tíglamunstri sem er gert með brugðnum lykkjum. 

Stærðir :  6 til 12 mánaða, 1 til 2 ára, 3 til 4 ára, 4 til 5 ára, 5 til 6 ára, 6 til 8 ára, 8 til 10 ára, 10 til 12 ára,

Ummál í cm: 55, 58, 62, 69, 73, 76, 80, 84  

Tillögur að garni:    Dala lerki eða annað sambærilegt garn. Gráa vestið er prjónað í Sandnes merinoull á prjóna nr. 4

Magn í gr: 150, 150, 150, 200, 200, 250, 250, 250 -300  

Prjónafesta:  22/10 á prjóna nr. 4

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

Þú getur skoðað fleiri myndir  af vestinu á Facebook og Instagram :

https://www.facebook.com/ammaloppa/

https://www.instagram.com/amma_loppa/


Við mælum með