Sumarpeysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Samt ekkert endilega sumarpeysa! Með síðum ermum er hún bara venjuleg fljótprjónuð peysa. Svona líka fín, í afmælið, með stuttbuxum eða pilsi. Bara ferlega töff. Hún er prjónuð ofan frá og niður, opin að framan  og með stuttum ermum. Peysan er auðveld og fljótleg og upplögð fyrir óvana eða byrjendur að spreyta sig á þessari.

Stærð:                    6-12 mánaða, 1, 2 , 3, 4, 5, 6, 7 / 8 - 10 ára.

Ummál í cm:          55, 58, 60, 62, 65, 66, 68, 70, 72

Tillögur að garni:    Mæli með að nota létt garn, eins og  Dala Lerki, Sandnes Duo og Drops Cotton merino.

Magn í gr:              Aðallitur: 100, 150, 150, 150, 200, 200, 200, 250, 250.  Aukalitur: 50 g

Prjónafesta:           22/10 á prjóna nr. 4

Uppskriftin berst á rafrænu formi þegar greiðsla hefur verið staðfest.


Við mælum með