Sunna , stuttbuxur með smekk.
Fallegar og víðar stuttbuxur með smekk á þessi litlu. Það er hægt að punta þær upp með pífum á axlaböndin en annars eru þær mega sætar plain og eru ætlaðar jafnt á stráka sem stelpur.
Stærð: 3 til 6 mán, 6 til 12 mánaða, 1, 2, 3 ára.
Ummál í cm: Ummálið er á strengnum : 43, 46, 48, 50, 51
Tillögur að garni: Merci frá Filcolana sem fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun www.garnigangi.is
Frábært í þessar buxur! 50/50 bómull og merinoull.
Magn í gr: 100, 100, 150, 150, 150
Prjónafesta: 28/10 á prjóna nr. 3
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .