Teppið hennar Amalíu.
Þetta teppi varð til þegar Hafdís Björg dóttir mín var ófrísk af litlu stelpunni sinni. Stóri bróðir valdi munstur og amma auðvitað prjónaði það. Litla skvísan leit svo dagsins ljós 5 febrúar 2020 og var vafin í fallegt og hlýtt ömmuteppi.
Teppið er frekar fljótprjónað, svona á miða við teppi allavega, prjónað á prjóna 4,5 úr mjúkri Sandnes merinoull. Fallegt laufblaðamunstur er í teppinu og tvöfalt perluprjón á köntunum.
Stærð: 60 x 80 sentimetrar
Tillögur að garni: Sandnes merinoull, litur á teppi á mynd, er númer 4622
Magn í gr: 300 eða 6 dokkur af uppgefnu garni
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið staðfest