Þinur

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Þinur er prjónuð ofan frá og niður með tvöföldu perluprjóni á berustykki en munstri á búk og ermum, listinn meðfram laskanum er prjónaður jafnóðum  og gefur sætan svip á flíkina auk þess að gera allt einfaldara þegar á að klæða barnið.

Stærð:                    6-12 mánaða, 1, 2 , 3, 4, 5, 6, 7, 8 - 10 ára.

Ummál í cm:          56, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74

Tillögur að garni:    Sandnes merinoull, Smart eða garn með sömu prjónafestu. Mínir prufuprjónarar notuðu einnig Drops merino extra fine og Dala Lerki sem kom vel út.

Magn í gr:              Aðallitur: 200, 200, 250, 250, 300, 350, 350, 400  það fer um það bil 50gr í litlu stærðirnar og 100 gr í stærri af aukalit.   

Prjónafesta:           22/10 á prjóna 3,5

Uppskriftin berst á rafrænu formi þegar greiðsla hefur verið staðfest.


Við mælum með