Ungbarnahosur

  • 650 ISK kr
VSK innifalin í verði


Þessar hosur hafa fylgt mér alla mína prjónatíð. Gerði hosur á fyrsta barnið mitt upp úr gömlu blaði sem mamma átti. Gat auðvitað ekki farið eftir fyrirmælum í uppskrift og gerði mína eigin útgáfu sem hefur breyst í árana rás og hefur verið gerð í alls konar útgáfum á öll börn sem fæðst hafa í fjölskyldunni seinustu 30 plús ár. Súpersætar og tími til komin að deila þeim.

Uppskriftin inniheldur grunnuppskrift og leiðbeiningar hvernig er hægt að gera ýmsar útgáfur.

Stærð:                    0 – 3 ja mánaða 3 – 6 mánaða 

Tillögur að garni:    Sunday frá Sandnes, Dala beiby ull,  Lanet eða annað mjúkt garn.

Magn í gr:              50 gr

Prjónafesta:           28/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst á rafrænu formi þegar greiðsla hefur verið staðfest. Athugið að hún getur lent í ruslpósti og ef þú vilt millifæra þá koma upplýsingar um það í ferlinu :)


Við mælum með