Bergvík fullorðinspeysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Peysan er prjónuð ofan frá og niður með þremur frekar auðveldum munsturbekkjum. Þessi peysa hentar báðum kynjum með lítilli fyrirhöfn.

Peysan fyrir dömu er gerð aðeins styttri en herrapeysan en það er líka eini munurinn. Þú skalt skoða víddina og taka mál af þeim sem fært peysuna og miða við það. Málið er tekið undir höndum og til dæmis prjónaði ég M peysu á mig sem er vanalega í L 😉(miðaði við brjóstmálið mitt sem er 98 cm) Þannig er ég með sirka 10 cm í aukarými fyrir kókosbollur.

Stærð:                    XS, S, M, L, XL, 2XL, 3XL, 4XL

Ummál í cm:          96, 102, 108, 114, 120, 126, 132, 138

Tillögur að garni:    Kelbourne Scout  einnig er hægt að nota Filcolana Peruvian

Magn í gr:              400, 500, 500, 600, 600, 700, 700, 800 fer einnig, aðeins eftir sídd. Athugaðu að Scout er í 100 gr hespu sem er 250 metrar.

Prjónafesta:           20/10 á prjóna nr. 4.5


Við mælum með