Hraun barnasett

  • 2.200 ISK kr
VSK innifalin í verði


Þetta sett samanstendur af Hraun barnapeysu, buxum og húfu.

Peysan

Peysan er prjónuð ofan frá og niður með hálfum kraga og ermum í strofflúkki. Spagettí ermar kalla stelpurnar mínar þetta. Það er klauf í stroffinu að neðan sem má sleppa ef það er ekki áhugi á að gera það. Annars er Hraun frekar  einföld og auðveld í vinnslu.

 Stærð:                    6 til 12 mán, 1 árs, 2 til 3 ja ára, 3 til 4 ára, 4 til 5 ára, 6 til 8 ára, 8 til 10 ára

Ummál í cm:        58, 60, 65, 70, 75, 78, 80    

Tillögur að garni:    Sandnes merinoull, eða sambærilegt garn

Magn í gr:              200, 250, 300, 350, 350, 400, 450 af uppgefnu garni ( fer aðeins eftir sídd líka )

Prjónafesta:           22/10 á prjóna nr. 3.5

Buxurnar:

Athugið að buxurnar eru prjónaðar í svona stroff lúkki, verða smá eins og spagettí. Koma vel út samt sem áður. Ég hafði þær frekar í stærri kantinum svo þær geti verið lengur í notkun. Skálmar eru prjónaðar fyrst og buxurnar settar saman í klofinu. Stuttar umferðir á bakhluta og strengurinn er saumaður niður. Ég notaði teygju í mittið með tölu svo þær passi lengur.

Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1 árs, 2 til 3 ára, 3 til 4 ára, 4 til 5 ára

Ummál í cm:          50, 55, 60, 65, 70

Tillögur að garni:    Sandnes merinoull eða annað sambærilegt garn

Magn í gr:              150, 200, 250, 350, 350 af uppgefnu garni

Prjónafesta:    21 - 22/10 á prjóna nr. 4

Húfan

Húfan er prjónuð með stroffi , þ.e. sléttum og brugðnum lykkjum, sem gefur alltaf eftir. Húfan getur því passað lengi. Mér finnst ekkert must að hafa eyru á þessari húfu og gerði ekki ráð fyrir þeim, en auðvitað er lítið mál að bæta þeim við ef áhugi er á því. Annars er hún svaka flott og passar vel á litla kolla. Amalía ömmukrútt passar fínt í minnstu stærðina, þegar hún var 8 mánaða.

Stærð:                    6 mán til 18 mán, 2 til 4 ára, 4 til 6 ára, 6 til 10 ára

Ummál í cm:          30, 35, 40, 45 ( óteygð)

Tillögur að garni:    Sandnes merinoull, eða annað sambærilegt garn.

Magn í gr:              2 dokkur í allar stærðir

Prjónafesta:           20/10 á prjóna nr. 4

 

 Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

Ef þér hentar ekki að greiða með korti þá er að sjálfsögðu hægt að millifæra með því að velja þann möguleika í ferlinu. Mundu bara að senda mér kvittun svo þetta gangi allt hratt og vel fyrir sig.



Við mælum með