Mía ermalaus kjóll.

  • 1.350 ISK kr
VSK innifalin í verði


Auðvitað varð að vera Mía kjóll!

Míu kjóllinn er sprottinn upp af hugmyndinni af opnu Míu peysunni með þessum krúttuðu pífum á öxlunum. Einfaldur en svo fallegur og prýðir allar litlar stelpur, ómissandi í afmælið og ísbíltúrinn.

Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður, með klauf í bakið, hann er prjónaður fram og til baka til að byrja með en settur saman eftir ca 4 cm. Þokkaleg vídd í pilsinu og pífan að neðan og á öxlunum toppar svo krúttlegheitin. Kjóllinn er einfaldur og auðprjónaður og mundi vel henta fyrir óvana eða byrjendur í prjónaskap. Uppgefið garn er fallegt, prjónast vel og legst fallega í pífum og pilsi.

Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Það er hvernig þú kæri prjónari vinnur með garnið. Einnig mæli ég með að þú takir ummál á barninu og ákveðir svo stærð til að prjóna.

 

Stærð:                    3 til 6 mán, 6 til 12 mán, 1, 2, 3, 4, 6 ára

Ummál í cm:          46, 51, 52, 57, 58, 62 65 (brjóstvídd)

Tillögur að garni:    Dala Lille lerki

Magn í gr:              200, 250, 300, 300, 350, 350, 400

Prjónafesta:           26/10 á prjóna nr. 3

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með