Mía peysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Mía peysan er byggð á sömu hugmynd og Sparikjóllinn sem ég gerði fyrir jólin 2018 og hefur verið mjög vinsæll. Peysan er sparileg og sæt og ekkert mál að sleppa pífunni ef viðtakandi hefur ekki áhuga á pífu.  

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með einföldu gatamunstri í stað þess að auka út. Pífan er gerð eftir á og einnig eru pífur á ermum. Lítið mál er að sleppa þeim og þá er þetta einföld og falleg peysa. Peysan er opin að aftan og er því prjónuð fram og til baka þar til hún er sett saman eftir nokkrar umferðir. Ég gerði hana á prjóna númer 3.5 á Dala lille lerki til að fá hana léttari og pífuna fallegri. Ég mundi ekki mæla með þykku garni í þessa dúllu.

Stærð:                    1-3 mán, 3 -6 mán, 6-12 mán, 1, 2, 3, 4, 5, 6-8 ára, 8 -10 ára

Ummál í cm:          47, 48, 50, 53, 57, 60, 65, 67, 70   

Tillögur að garni:    Dala Lille lerki

Magn í gr:              100, 150, 150, 200, 200, 200, 250, 300, 300, 350 ( gæti þó verið meira eftir því hvernig pífa er gerð, þ.e. hversu stór)

Prjónafesta:           24/10 á prjóna nr. 3.5  

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

 


Við mælum með