Mía hneppt peysa
Ein til viðbótar í Míu safnið mitt, þessi er aðeins of krúttleg. Æðisleg yfir kjólinn, smart við leggings, algjörlega ómissandi í fataskápinn hjá litlu skvísunum.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með sléttu prjóni, fram og til baka, nokkuð plain með litlum smáatriðum sem gera hana fínlega og fallega. Pífur á öxlum eru gerðar á einfaldan hátt sem allir ættu að ráða við, kantar eru saumaðir niður og það er töluverð vídd í neðri part peysunnar sem má sleppa ef vill. Listarnir eru gerðir eftir á
Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Það er hvernig þú kæri prjónari vinnur með garnið. Einnig mæli ég með að þú takir ummál á barninu og ákveðir svo stærð til að prjóna.
Stærð: 1-3 mán, 3 -6 mán, 6-12 mán, 1, 2, 3, 4, 5, 6-8 ára
Ummál í cm: 48, 49, 51, 54, 57, 60, 63, 66, 72
Tillögur að garni: Dala Lille lerki
Magn í gr: 150, 150, 150, 200, 250, 250, 300, 350, 350
Prjónafesta: 26/10 á prjóna nr. 3
Húfan er Mía húfa, hún fylgir ekki með.
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .