Frost , dömupeysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


*** vinsamlega athugið að uppskriftin er ekki búin í prufuprjóni og því gæti komið uppfærsla eftir að því er lokið, allar ábendingar má senda á netfangið mitt ***

Frost er allra vinsælasta línan mín og alltaf gaman að bæta við. Við konurnar þurfum að fá eina svona töff og skvísulega.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningu í laska. Uppskriftin er frekar einföld og fljótlega prjónuð á stóra prjóna. Víðar ermar og beint snið gerir hana smá vintage.

Munstrið í peysunni er sama munstur og ég er með í Frost línunni minni og er endalaust vinsælt. Enda klassík !

Stærð:                    XS, S, M, L, XL, 2XL, 3XL

Ummál í cm:          94, 99, 101, 107, 110, 121, 128

Tillögur að garni:    Skadi merinoull 200 m í 100 gr.eða Kelbourne Scout 250 m í 100 gr ásamt Isager alpakka 1, 400 m í 50 gr eða Isager silk mohair. 420 m í 50 gr.

 

Magn í gr               Skadi : 400, 400, 600, 600, 600, 700, 700 gr  

                               Kelbourne Scout : 400, 400, 400, 500, 500, 600, 600

Fylgiþráður :          100, 100, 150, 150, 175, 175, 200 gr, athugið að isager alpakka kemur í 50 gr dokkum, 400 metrar

Prjónafesta:           18/10 á prjóna nr. 6

Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka

Reikningsupplýsingar : 0123  - 26 - 201091  og Kennitala:  010865 - 3369

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

 


Við mælum með