Lauf teppi
Dásamlega fallegt teppi með Lauf munstri sem er alltaf svo klassískt. Þetta verður svo fullkomið í töskuna á fæðingardeildina.
Til í þessari línu er Lauf peysa, buxur og bleyjubuxur.
Teppið er prjónað fram og til baka með perluprjónskanti. Mæli með að vanda valið á garni svo teppið endist betur.
Uppgefið garn er Non superwash, GOT vottuð merinoull
Stærð: Sirka 70x80 cm. Það eru leiðbeiningar í uppskrift ef þú vilt stærra.
Tillögur að garni: Kremke merry merino 220, fæst hjá www.rendur.is í mörgum fallegum litum
Magn í gr: 250 til 300
Prjónafesta: 28/10 á prjóna nr. 3
Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka
Reikningsupplýsingar : 0123 - 26 - 201091 og Kennitala: 010865 - 3369
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .