Sigluvík fullorðinspeysa
Vinsamlega athugið að peysan er ennþá í prufuprjóni og því gæti komið ný útgáfa, þegar því líkur, með leiðréttingu ef þarf :)
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningum í berustykkinu. Munstrið er hefðbundið og nokkuð vinsælt og er samansett af sléttum og brugðnum lykkjum, eitthvað sem allir kunna. Þessi mundi klárlega henta þeim sem eru óvanir eða að byrja að prjóna því hvorki munstur né útaukningar eru flóknar.
Einnig þarf að passa vel prjónfestu og ég mæli með að þú gerir prufu úr því garni sem þú ætlar að nota. Gráa peysan á myndinni er í stærð M og prjónuð úr Kelbourne Scout í litnum 260, driftwood
Stærð: XS, S, M, L, XL, 2XL, 3XL
Ummál í cm: 96, 98, 104, 110, 114, 118, 122,
Tillögur að garni: Sayama frá pascuali eða Kelbourne Scout
Magn í gr: 450, 450, 500, 550, 550, 600, 700 ( einnig áætlað)
Prjónafesta: 20/10 á prjóna nr. 4.5
Þú þarft að nota hringprjón og sokkaprjóna nr. 4 og 4,5 og, prjónamerki og nál til frágangs. Það er hægt að nota 80 cm hringprjón í ermar með magic loop aðferð.
Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka
Reikningsupplýsingar : 0123 - 26 - 201091 og Kennitala: 010865 - 3369
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .