Sparisamfella
Samfella sem varð til þegar ömmustelpan Elma Rún var skírð. Mér fannst tilvalið að gera flík sem væri fín og í stíl við skírnarkjólinn þegar það kemur að því að skipta um föt á þessum degi.
Einnig er þessi samfella frábær ef fólk vill ekki nota skírnarkjól en fallega flík samt sem áður þegar þessi sérstaki dagur rennur upp.
Samfellan er prjónuð ofan frá og niður, með klauf í bakinu og fallegu perluprjóni sem gerir svo mikið fyrir útlitið og er alltaf svo sparilegt finnst mér. Kraginn er með fallegu munstri sem ég er einnig með í kraganum á skírnarkjólnum. Það eru stuttar umferðir á bakhluta og samfellan er hneppt í klofinu. Falleg flík sem hentar vel á nafnadegi, skírnardegi nú eða sem spariflík.
Athugið að þetta er eingöngu uppskrift af samfellu.
Stærð: 1, 3, 6, 9 mán
Ummál í cm: 46, 49, 53, 54
Tillögur að garni: Pinta frá Pascuali, blanda af merinoull, silki og raime, garnið er dásamlega létt og mjúkt og virkilega falleg áferð á því. Garnið fæst hjá Versluninni Rendur á Sauðárkrók eða www.rendur.is
Magn í gr: 150, 150, 200, 200
Prjónafesta: 27/10 á prjóna númer 3
Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka
Reikningsupplýsingar : 0123 - 26 - 201091 og Kennitala: 010865 - 3369
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .