Frost Herrapeysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með munstri á framstykki. Rúllukragi er alveg möguleiki og fer eftir því hvað viðtakandi vill. Munstrið er hefðbundið slétt og brugðið munstur sem ætti ekki að vera flókið fyrir óvana. Hefðbundin töff herrapeysa með laska.

Frost herrapeysan er í stærðum sem ég miða við karlmenn en auðvitað er hægt að prjóna þessa á dömur líka ef áhugi er fyrir því og aðlaga stærðina á dömu. Peysan er ekki með mikla umframvídd, eða sirka 5 til 7 cm enda er hún prjónuð á stærri prjóna sem en vanalega, fyrir uppgefið garn sem gerir það að flíkin gefur meira eftir.


Ummál eru reiknuð út frá prjónafestu á uppgefnu garni.

Stærð:                    XS, S, M, L, XL, 2XL, 3XL         

Ummál á peysu undir höndum, í cm: 95, 100, 104, 109, 116, 121, 126

Ummál efst á ermum, í cm:   37, 39, 41, 43, 46, 47, 49

Tillögur að garni:    Peruvian High land ull frá Filcolana, garnið fæst hjá Garn í gangi eða netverslun www.garnigangi.is

Magn í gr:              450, 450, 500, 550, 550, 600, 650 gr af uppgefnu garni.

Prjónafesta:           16/10 á prjóna nr. 6

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með