Frost Sett
Settið samanstendur af peysu, buxum, húfu og vettlingum í Frost línu.
Einnig er hægt að kaupa uppskriftirnar hverja fyrir sig ef þú óskar ekki eftir öllu settinu
Athugið að í húfu og vettlinga er notað Pernilla frá Filcolana en í peysu og buxur er notað Peruvian frá Filcolana. Uppistaðan í þessu garni er sú sama en prjónafestan er önnur.
Settið er upplagt í öll meiri og minni háttar verkefni eins og að moka sand, róla eða kaupa ís. Fullkomið leikskólasett sagði ein mamman.
Ummál eru reiknuð út frá prjónafestu á uppgefnu garni.
Garnið fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun www.garnigangi.is
Peysa
Stærð: 1, 2, 3, 4, 5, 6 til 8 og 8 til 10 ára.
Ummál peysu í cm: 60, 64, 69, 73, 78, 84, 89
Tillögur að garni: Peruvian High land ull frá Filcolana
Magn í gr: 200, 250, 250, 300, 300, 350, 400 gr af uppgefnu garni.
Prjónafesta: 18/10 á prjóna nr. 5
Buxur
Stærð: 1, 2, 3, 4, 5 til 6 ára, 6 til 8 ára
Ummál í cm: 52, 56, 58, 62, 64, 69
Tillögur að garni: Peruvian ull frá Filcolana.
Magn í gr: 150, 150, 200, 200, 250
Prjónafesta: 18/10 á prjóna nr. 5
Húfa
Stærð: 6 – 12 mánaða, 1 – 3 ára, 3 – 6 ára, 6 – 8 ára
Ummál í cm: 35, 38, 42, 44
Tillögur að garni: Pernilla frá Filcolana
Magn í gr: 50, 50, 50, 50 til 100
Prjónafesta: 22/10
Vettlingar
Stærð: 0 til 12 mán, 1 til 2 ára, 2 til 3 ára, 4 til 6 ára
Tillögur að garni: Pernilla frá Filcolana
Magn í gr: 50 gr eða ein dokka.
Prjónafesta: 23/10 á prjóna nr. 3.5
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .