Hraun fyrir hann

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Að sjálfsögðu verð ég við því sem kúnnarnir vilja. Hraun herrapeysa er eitthvað sem er búið að biðja um í smá tíma. Pabbar vilja vera eins og gormar líka, annað er ekki sanngjarnt. 

Peysan er prjónuð ofan frá og niður með hálfum kraga og ermum í strofflúkki. Annars einföld og auðveld í vinnslu. Það eru stuttar umferðir í hálmálinu rétt til að fá fallegra lag á peysuna og að kraginn komi betur út. Þær eru prjónaðar fram og til baka en eftir það er peysan prjónuð í hring.

Prjónafestan miðast miðast við uppgefið garn og ummál af tilbúinni flík.

Stærð:             S, M, L, XL, 2XL

Ummál í cm:   107, 110, 113, 120, 127 

Tillögur að garni:    Peruvian ull frá filcolana,  fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun  www.garnigangi.is

Magn í gr:              500,  550,  600,  650, 700    

Prjónafesta:           18/10 á prjóna nr. 5.

Þú þarft að nota hringprjóna nr. 4,5 og 5, gott að eiga lítinn hringprjón í ermarnar. Sokkaprjóna 4,5

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með