Jólahúfa Ömmu Loppu , 2023

  • 750 ISK kr
VSK innifalin í verði


Þá er komið að því að halda þessi yndislegu jól, hátíð barnanna . Auðvitað er það orðin liður í jólaundirbúningnum hjá mér að gera uppskrift af jólahúfu, til að prjóna á besta fólkið okkar.

Húfan er prjónuð í hring, með fallegu munstri fyrir ofan kantinn sem er prjónaður eða saumaður saman og er tvöfaldur.

Stærð:                    6 til 18 mán, 2 til 4 ára, 4 til 6 ára, 6 til 10 ára.

Ummál í cm:          43, 45, 50, 55

Tillögur að garni:    Pernilla frá Filcolana, garnið fæst hjá Garn í gangi og í netverslun          www.garnigangi.is

Magn í gr:              100 gr af aðallit í allar stærðir, 50 gr af munsturlit. Húfan er frá 60 til 80 gr.

Prjónafesta:           22/10 á prjóna nr. 4

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

 


Við mælum með