Lauf bleyjubuxur

  • 950 ISK kr
VSK innifalin í verði


Lauf peysan hefur verið afar vinsæl hjá mér. Þessar litlu krúttlega bleyjubuxur urðu til og passa fullkomlega við Lauf peysu, nú eða hvaða peysu sem er. 

Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður, strengurinn er annað hvort saumaður eða prjónaður saman. Fallegt Lauf munstur er framan á buxunum frá streng og niður. Buxurnar eru prjónaðar með Sunday sem er frábært garn í föt á þessu litlu. Mjúk og náttúruvæn merinoull.

Minnsta stærðin miðast við nýfætt, ég notaði nýfædda ömmustelpu sem viðmið þegar hún var orðin 3.3 kg og 48 cm og buxurnar voru rétt rúmar á henni en hún var fædd lítil.

Stærð:                    0 mán, 1 til 3ja mán, 3 til 6 mán, 6 til 9 mán

Ummál mittis í cm: 40, 42, 44, 46

Tillögur að garni:    Sunday frá Sandnes eða annað sambærilegt garn.

Magn í gr:              30, 50, 50, 70 ( magn miðast við uppgefið garn) ástæða fyrir því að ég gef upp nákvæm grömm er að þú átt kannski eitthvað afgangs sem þú vilt nota 😊

Prjónafesta:           28/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með