Líf, rompur

  • 1.050 ISK kr
VSK innifalin í verði


Ein dásemdin enn í Líf línunni minni sem mér þykir svo afskaplega vænt um. Rompur, smekkbuxur, samfella eða hvað við viljum kalla þessa flík, er svo dásamlega falleg á þessi litlu kríli.

Buxurnar eru prjónaðar neðan frá, fyrst bak og framstykki sem er síðan sameinað. Það eru stuttar umferðir á bossanum og bakið prjónað upp líka. Munstrið með litlu köðlunum er framan á buxunum

Ummál eru reiknuð út frá prjónafestu á uppgefnu garni og ummálið er á tilbúinni flík.

Stærð:                    1 til 3 mán, 3 til 6 mán, 6 til 9 mán, 9 til 12 mán og 12 til18 mán

 Ummál í cm:          42, 44, 46, 48, 50

Tillögur að garni:    Dala Lille lerki, garnið fæst meðal annars í netverslun   www.prjonaklubburinn.is

Magn í gr:              100, 100, 100, 150, 150. (Ath. Þessi minnsta var 56 gr hjá mér þannig að ein og smá afgangur mundi duga ef þú átt 😊)

Prjónafesta:           26/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

Athugið að þessi uppskrift inniheldur eingöngu buxurnar þó myndir sýni fleiri vörur úr Líf línu.


Við mælum með