Marey samfella
Samfellan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka niður í mitti. Sett saman við mitti og buxurnar eru þá víkkaðar og gerðar stuttar umferðir á bakhlið. Ermarnar eru víðar og því ekki alveg síðar og með I-cord affellingu sem er einnig notuð við fótaopið. Buxurnar eru víðar og með fellingum við fótaopin. Einföld og smart.
Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Það er hvernig þú kæri prjónari vinnur með garnið. Einnig mæli ég með að þú takir ummál á barninu og ákveðir svo stærð til að prjóna.
Stærð: 1 til 3 mánaða, 3 til 6 mánaða, 6 til 12 mánaða, 1, 2, 3,
Ummál í cm: 48, 50, 53, 55, 60, 62
Tillögur að garni: Bio Balance blandað garn ull og bómull, drjúgt og fallegt garn sem fæst í netverslun www.memeknitting.com. Einnig er hægt að nota Dala lille lerki en athugið að þá þarftu mögulega meira garn.
Magn í gr: 100, 100, 150, 150, 200, 200
Prjónafesta: 26/10 á prjóna nr. 3
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .