Rán

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Látlaus og einföld peysa á dömur. Töff við kjól, pils eða bara við gallabuxur í búðinni. Spari eða ekki spari!

Þetta er þessi klassíska prjónapeysa sem hentar öllum skvísum alltaf alls staðar

Rán er prjónuð ofan frá og niður, með stuttum umferðum í hálsmáli. Hún er prjónuð með einum þræði af merino&angoru garni frá Kindgarni og einum þræði af mohair. Löng stroff gera peysuna klæðilega og síddin er að sjálfsögðu val. Garnamagnið miðast samt við að peysan sé ekki síð. 

Stærð:                    xsmall, small, medium, large, x large, 2x large, 3xlarge

Ummál í cm:          100, 104, 110, 116, 120, 125, 130 / mál á peysu er ca 10 cm umfram brjóstmál.

Tillögur að garni:    Kind garn, angora og merino og einn þráður af mohair.  Þú færð garnið í vefverslun  www.kindknitting.is  og www.prjonaklubburinn.is 

Magn í gr:              200, 200, 200, 250, 250, 300, 300 af kind garni. ATH það eru 250 metrar í 50 gr. Svo ef þú notar annað garn þarftu mögulega annað magn líka. Að auki þarftu 5, 5, 5, 6, 6, 7, 7 dokkur af kid silk garni 25 gr dokkum

Prjónafesta:           18/10 á prjóna nr. 4,5

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með