Regn peysa
Ein fljótleg og þægileg á leikskólann, eða skólann.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með sléttum og brugðnum lykkjum í fjórðu hverri umferð sem mynda svona skemmtilegt munstur. Frekar auðveld í vinnslu og mundi án efa henta byrjendum. Peysan er frekar víð og er gert ráð fyrir því í uppskriftinni.
Athugið að mál miðast við prjónafestu á uppgefnu garni og í þessari uppskrift er gert ráð fyrir allt að 8 cm aukavídd . Ef þú notar annað garn gætu mál orðið önnur.
Stærð: 6 til 12 mán, 1, 2, 3, 4, 5, 6 ára
Ummál í cm: 58, 62, 68, 71, 75, 77, 79
Tillögur að garni: Peruvian ull frá Filcolana. Garnið fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun www.garnigangi.is
Magn í gr: 200, 200, 250, 250, 300, 300, 350
Prjónafesta: 18/10 á prjóna nr. 5
Ath að uppskrift af húfum fylgir ekki.
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .