Súlur

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Stóri bróðir Stuðla peysunnar. Frábær í ferðalagið, sumarbústaðinn og rólóinn.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður og aukið út við laska. Peysan er heilmunstruð og að neðan er val að prjóna stroff eða láta hana halda sér beina. Munstrið er auðvelt, slétt og brugðið munstur sem ætti ekki að flækjast fyrir neinum. Ermarnar eru látnar halda sér án úrtöku niður að stroffi.

Athugið að ummál og garnmagn miðast við uppgefið garn.

Stærð:                    3ja ára,   4 til 6 ára, 6 til 8 ára, 8 til 10 ára og 10 til 12 ára

Ummál í cm:          64, 72, 76, 82, 84

Tillögur að garni:    Peruvian frá Filcolana. Garnið fæst hjá Garn í gangi og í netverslun www.garnigangi.is

Magn í gr:              300, 350, 400, 400, 450

Prjónafesta:           20/10 á prjóna nr. 5

Þú þarft að nota hringprjón og sokkaprjóna nr. 4 og 5, hringprjón 4,5 ef þú vilt ekki stroff neðan á peysu.

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með