Bylgja hnésokkar
Punkturinn yfir I ið mundi ég segja. Við kjólinn, pilsið stuttbuxur eða smekkbuxur. Þessir sokkar fullkomna útlitið.
Sokkarnir eru prjónaðir í hring með gatamunstri í báðum hliðum og með hæl sem mér fannst sjálfri auðveldast að prjóna og útskýra. Þið kláru getið að sjálfsögðu gert ykkar útgáfu af hæl 😊 Sokkarnir eru nokkuð einfaldir og fljótprjónaðir og í litlu stærðirnar dugaði ein dokka af Sunday í tvö pör af sokkum.
Stærð: 3 til 6 mán, 6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4 ára.
Ummál á sokk 13, 15, 16, 17, 19, 20
Tillögur að garni: Sunday frá Sandnes, fæst meðal annars hjá Maro og í netverslun www.maro.is
Magn í gr: 50 gr í allar stærðir
Prjónafesta: 28/10 á prjóna nr. 3
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .