Dís, húfa

  • 750 ISK kr
VSK innifalin í verði


Dís er ein af vinsælustu peysunum hjá mér. Enda ótrúlega flott. Ég hef oft verið beðin um húfu í stíl eða með munstrinu í peysunni svo auðvitað verð ég við þeirri beiðni.

Mega sæt húfa með kassalagi og tveimur dúskum. Ég læt líka fylgja úrtöku í kollinn svo hægt sé að gera tvær útgáfur af Dís húfu. Eins og flestar mínar húfur er snúran gerð fyrst og síðan eyrun og kanturinn í framhaldi, svo ótrúlega þægileg aðferð þó það séu fleiri endar til að ganga frá. Ég geri ekki ráð fyrir eyrum á 3 -5 ára

Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu.  .  

Stærð:                    1 til 3 mán, 3  til 6 mánaða, 6 til 12 mánaða, 1 til 2 ja ára. 3 til 5 ára

Ummál í cm:          35, 38, 40, 45, 50

Tillögur að garni:    Sandnes merinoull eða sambærilegt garn 

Magn í gr:              100 gr í allar stærðir

Prjónafesta:           22/10 á prjóna nr. 3,5

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með