Frost húfa
Auðvitað þarf að vera húfa í takt við Frost settið. En auðvitað er hægt að eiga sirka 2 húfur í mismunandi litum svo maður sé nú svaka töff. Hvað um það húfan er hrikalega sæt og passar vel við öll tækifæri hvort sem gormur á Frost sett eða fallega flíspeysu.
Húfan er mjög plain og flott, með úrtöku sem er vinsæl hérna á Norðurlöndum og ég nota mikið.
Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Með stærðir á húfu þá getur sama húfa oft passað á 1-2 og 2-3, það fer aðeins eftir teygjan leika á garninu sem þú velur.
Stærð: 6 – 12 mánaða, 1 – 3 ára, 3 – 6 ára, 6 – 8 ára
Ummál í cm: 35, 38, 42, 44
Tillögur að garni: Pernilla frá Filcolana, garnið fæst hjá Garn í gangi eða netverslun www.garnigangi.is
Magn í gr: 50, 50, 50, 50 til 100
Prjónafesta: 22/10
Vettlingarnir á myndinni eru Frost vettlingar og eru seldir sér.
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .