HRJ 0102

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með kraga sem getur verið bæði hár eða saumaður niður. Hálsmálið er hærra að aftan og er mótað að framan með stuttum umferðum sem eru prjónaðar fram og til baka. Eftir það er peysan prjónuð í hring, með aukningu í laska. Það eru „rendur“ á bol og ermum sem eru gerðar með því að prjóna nokkrar umferðir á röngu. 22/10 er algeng prjónafesta svo þú ættir ekki að vera í vandræðum með að finna garn í þessa.

 Athugaðu að uppgefið garnamagn er miðað við Pernilla garnið sem er með 175 metra í 50 gr.

Stærð:                    XS, S, M, L, XL, 2XL, 3XL

Ummál í cm:          97, 101, 106, 110, 117, 120, 125. Mælt yfir brjóstkassa, gert ráð fyrir ca 5 cm aukavídd

Tillögur að garni:   Pernilla frá Filcolana. Garnið  fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun  www.garnigangi.is

Magn í gr:              350, 400, 400, 450 ,450 , 500, 650.

Prjónafesta:           22/10 á prjóna nr. 4

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

 


Við mælum með