Kaldi peysa
Einföld, fljótleg og hlý peysa sem fékk nafnið Kaldi . Það má vissulega nota Kalda líka þó það sé ekkert kalt úti, og eins í ferðalagið eða útivistina yfir sumarið.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningu í laska.
Einföld og fljótleg og sérstaklega skrifuð fyrir þá sem eru að byrja að prjóna eða vilja læra að prjóna ofan frá og niður.
Frábær fyrir alla samt sem áður og upplagt að gera sitt eigið tvist, rendur eða hvað sem er 😊
Garnið sem ég gef upp heitir Older og er frá Dale. Þetta garn er ekki ólíkt íslenska léttlopanum sem að sjálfsögðu mundi einnig henta frábærlega í þessa peysu. Þú tekur ummál af barninu og miðar stærðina við það.
Peysan á að vera aðeins stór og víð.
Stærð: 1, 2, 3, 4, 5, 6 til 8, 8 til 10 ára.
Ummál í cm: 59, 61, 68, 72, 77, 81, 83, 88
Tillögur að garni: Older frá Dale eða Úlfur frá Kind, fæst hjá https://prjonaklubburinn.is/
Magn í gr: 200, 200, 250, 250, 300, 300, 350
Prjónafesta: 18/10 á prjóna nr. 5
Þú þarft að nota hringprjóna og sokkaprjóna nr. 4 og 5. Prjónamerki og nál til frágangs.
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .