Perlur , ungbarnabuxur
Sætar sokkabuxur/leggings við Perlur peysu, handa litlu dúllunum. Þægilegar og með sokkum neðst handa þessum allra minnstu.
Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður, með fallegu perlunum á hliðinni. Á tveimur minnstu stærðunum eru sokkar sem er þitt val hvort þú gerir eða ekki.
Ég vill benda á að þetta eru sokkabuxur eða leggings þannig að þær eru skrifaðar sem slíkar, ef þú vilt fá þær víðari eins og buxur er hægt að gera næstu stærð fyrir ofan en fylgja lengdarmálum á minni stærð 😊
Stærð: 1mán, 3 mán, 6 mán, 9 mán, 12 mán
Ummál í cm: 40, 42, 45, 48, 53
Tillögur að garni: Kremke merry merino 220 eða KFO merinoull
Magn í gr: 100, 100, 150, 150,150
Prjónafesta: 28/10 á prjóna nr. 3
Þú þarft að nota hringprjón og sokkaprjóna nr. 2,5 og 3, prjónamerki og nál til frágangs.
Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka
Reikningsupplýsingar : 0123 - 26 - 201091 og Kennitala: 010865 - 3369
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
ATH. Þetta er eingöngu uppskrift af Perlur buxum