Stuðlar húfa
ATH. Þetta er eingöngu uppskrift af Stuðlar húfu.
Þó þessi húfa heiti Stuðlar og gerð í takt við Stuðlar peysu og buxur þá er hún bara æði ein og sér. Krúttleg með dúsk og geggjuð á eldri krakkana með uppábroti.
Húfan er prjónuð með sléttum og brugðnum lykkjum, hún er þétt og góð og einnig teygjanleg. Útskýring á eyrum gera þér kleif að setja eyru á allar stærðir eða enga 😊 þitt er valið.
Þessi uppskrift bíður upp á að vera prjónuð hvar sem er, í bílnum, búðinni, bíó, á læknastofunni, kirkjunni eða bara alls staðar .
Ég nota KIND merinoull í þessa uppskrift.
KIND merinoull er non SW garn, mjúkt og dásamlegt í barnaflíkur.
Stærð: 6 til 12 mánaða, 1 til 2ja ára, 2 til 4 ára, 5 ára
Ummál í cm: 27, 30, 32, 34
Tillögur að garni: KIND merinoull, fæst hjá https://prjonaklubburinn.is/
Magn í gr: 50, 50, 50, 80 ATH. í minni stærðir geri ég ráð fyrir eyrum en ekki uppábroti
Prjónafesta: 23/10 á prjóna nr. 3.5
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .