Stuðlar, kragi
ATH. Þessi uppskrift inniheldur eingöngu uppskrift af kraga
Hlýr og góður kragi í töskuna á leikskólann eða skólann. Smart innan undir jakka eða bara einn og sér við stuttbuxur.
Kraginn er prjónaður ofan frá og niður með útaukningu á axlarstykki og fallegum I cord kanti í hliðum. Hann skiptist síðan í tvö stykki sem eru prjónuð fram og til baka.
Stærð: 6 mánaða til 2ja ára, 3 til 5 ára
Tillögur að garni: Kind merinoull, fæst hjá www.prjonaklubburinn.is
Magn í gr: 50 gr í báðar stærðir
Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 4
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .