Stuðlar peysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


ATH. Þessi uppskrift inniheldur eingöngu uppskrift af peysu.

Peysa með fallegu munstri sem minnir svolítið á stuðlaberg. Geggjuð á leikskólann eða til daglegra athafna sem krefjast þess að eiga góða og hlýja peysu. Uppgefið garn er mjúkt og upplagt í flíkur undir snjógalla eða regngalla.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningum við laska. Munstrið á berustykki og ermum er auðvelt slétt og brugðið munstur. Peysan er frekar auðveld að prjóna og flækjustigið ekki mikið, svo óvanir ættu að geta reynt sig við þessa. Peysan partur af settinu Stuðlar 😊

Ég nota og gef upp merino garn sem er ómeðhöndlað og dásamlega mjúkt og hentar einstaklega vel í barnaföt og undir regn og snjógallann.

Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4, 5 ára.

Ummál í cm:           52, 55, 58, 63, 65, 67 

Tillögur að garni:    Kind merinoull, fæst hjá Prjónaklúbbnum og í netverslun www.prjonaklubburinn.is  

Magn í gr:              150, 200, 250, 250, 300, 300 ( fer smá eftir sídd)

Prjónafesta:           23 til 24/10 á prjóna nr. 3.5

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með