Ylur
Ylur er kósý og víð, með kaðlamunstri í stað hefðbundins stroffs. Ylur getur alveg verið lekker sparipeysa og jafnvel kjólapeysa.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Stroffin eru prjónuð með kaðlaprjóni og gefa peysunni fallegt og sparilegt útlit. Bolur og ermar eru víðar með löngum stroffum. Peysan er frekar einföld í vinnslu og fljótleg þar sem hún er prjónuð á stóra prjóna.
Stærð: XS, S, M, L, XL, XXL
Ummál á bol í cm: 100, 106, 110, 125, 130, 136
Tillögur að garni: Snefnug frá Cama rose, blandað bómull og alpakka
Magn í gr: 500, 550, 550, 650, 650
Prjónafesta: 14/10 á prjóna númer 7
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .