Hraun fyrir hana

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Peysan er prjónuð ofan frá og niður með hálfum kraga og ermum í strofflúkki. Annars einföld og auðveld í vinnslu. Ég notaði prjóna nr. 5 á DK garn sem er gefið upp á prjóna 4 til 4,5. Peysan varð frekar laus og létt og kom hrikalega vel út, liggur að manni en er ekki þröng.

Ég ákvað að nota fallegt og vandað garn í þessa peysu og gersamlega féll fyrir garninu frá henni Kristínu í Vatnsnesgarn og notaði það í mína peysu.Garnið er handlitað og liturinn í  peysunni minni, heitir „Greipt í stein“ er nokkuð solid en gerir flíkinni hátt undir höfði.

Stærð:                    XS, S, M, L, XL, XXL

Ummál í cm:          85, 89, 93, 97, 101, 105  

Tillögur að garni:    Vatnsnes handlitað DK garn, fæst á https://vatnsnesyarn.is og í Ömmu mús. Ef þú velur annað garn, gæti stærð og magn verið annað en gefið er upp.  ( Garn sem var til dæmis notað í prufuprjón : Drops air og snefnug frá camarose)

Magn í gr:              400, 400, 450, 450, 500, 550

Prjónafesta:           20/10 á prjóna nr. 5

Uppskriftin berst þér á rafrænu formi þegar greiðsla hefur verið staðfest.

Þú getur séð fleiri myndir á 

https://www.facebook.com/ammaloppa/

https://www.instagram.com/amma_loppa/

 


Við mælum með