Líf jakkapeysa
Líf nýburalínan hefur verið mjög vinsæl á þessi litlu kríli og ekki úr vegi að bæta aðeins við hana.
Peysan er prjónuð, fram og til baka, ofan frá og niður með útaukningu í berustykki. Listarnir eru prjónaðir jafnóðum . Það eru litlir kaðlar (eylet) í berustykkinu sem eru í allri Líf línunni minni og koma sérlega fallega út í þessari peysu.
Ummál eru reiknuð út frá prjónafestu á uppgefnu garni og ummálið er á tilbúinni flík og vinsamlega athugið að þetta er eingöngu uppskriftin af peysunni .
Stærð: 1 til 3 mán, 3 til 6 mán, 6 til 9 mán, 9 til 12 mán og 12 til18 mán
Ummál í cm: 48, 52 , 55, 58, 62
Tillögur að garni: Dala Lille lerki, garnið fæst meðal annars í netverslun https://prjonaklubburinn.is
Magn í gr: 100, 150, 150, 200, 200
Prjónafesta: 26/10 á prjóna nr. 3
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .