Líf samfestingur

  • 1.350 ISK kr
VSK innifalin í verði


Samfestingar eru svo þægilegir og góðir fyrir þessu litlu. Prjónaður úr Dale Lille lerki er hann hlýr og góður í vagninn og bílstólinn fyrstu mánuðina. Líf er prjónaður ofan frá og niður, fram og til baka með skemmtilegri útaukningu í berustykkinu og fallega eylet munstrinu sem ég hef notað í Líf línuna mína. Að prjóna svona heilgalla er vinna en skemmtileg vinna og lærdómsrík. Ekki er verra, ef þú ert óörugg í að prjóna, að hafa eina reynda á kantinum.

 Stærð:                    Nýfætt , 1– 3 mán, 3 – 6 mán,  6 – 12 mán og 12 – 18 mán

Ummál í cm:          45, 50 , 52, 56, 60

Tillögur að garni:    Dala Lille lerki eða sambærilegt garn

Magn í gr:              150, 200, 200, 250, 300 

Prjónafesta:           26/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst á rafrænu formi þegar greiðsla hefur verið staðfest.

*ath húfan fylgir ekki með*

 


Við mælum með