Alex Barnapeysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Falleg munstruð peysa með víðu, sniði. Nafnið fékk ég að láni frá lítilli vinkonu sem er kölluð Alex. Peysan er hlý og getur hentar við öll tækifæri.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með stuttum umferðum til að móta betur berustykkið. Hálskraginn er tekinn upp og prjónaður einfaldur en fellt af með ítalskri affellingu. Að öðru leiti er peysan einföld í vinnslu og nokkuð fljótprjónuð. Það er miðað við sirka 17 til 20 cm í umframvídd og ef þú vilt taka peysu sem er ekki víð þá mæli ég með að þú takir minni stærð en lengir ermar og bol. Garnið sem ég gef upp er 100% ullargarn frá þýska fyrirtækinu Pascuali sem sérhæfir sig í að framleiða gæðagarn á náttúruvænan hátt.

Gott að kunna : stuttar umferðir og ítalska affellingu

Stærð:                    1, 2, 3, 4, 6, 8, 10, 12 ára

Ummál í cm:          68, 72, 76, 80, 84, 88, 91, 95

Tillögur að garni:    Sayama frá Pascuali . Garnið fæst hjá www.rendur.is

Magn í gr:              Munsturlitur 50, 50, 50, 50, 50, 100, 100, 100

                               Grunnlitur 200, 250, 250, 300, 350, 400, 400, 450

Prjónafesta:           21/10 á prjóna nr. 4

 

Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka

Reikningsupplýsingar : 0123  - 26 - 201091  og Kennitala:  010865 - 3369

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

 


Við mælum með