Frost samfestingur

  • 1.350 ISK kr
VSK innifalin í verði


Samfestingar eru svo þægilegar flíkur á krakkana og auðvitað varð að vera til einn slíkur í Frost línu. Gott til brúks við allar almennar athafnir, nema kannski í bíó eða leikhús.

Samfestingurinn er prjónaður fram og til baka ofan frá og niður með háum kraga sem gerir hann sérstakan, að sjálfsögðu má sleppa því ef þú vilt og gera venjulegt hálsmál.  Kraginn er samt þannig að hann má bretta niður og hafa opin eða lokaðan. Munstur er hefðbundnu slétt og brugðið og er á baki og framstykki. Það eru stuttar umferðir fyrir bossann og listarnir eru prjónaðir jafnóðum, svo frágangur er lítill.

Ummál eru reiknuð út frá prjónafestu á uppgefnu garni og ummálið er á tilbúinni flík, reiknað með sirka plús 5 til 8 cm í umframvídd.

Stærð:                    3 til 6 mán, 6 til 12 mán, 1, 2, 3, 4 og 5 ára

Ummál í cm undir höndum :  51, 53, 59, 63, 68, 70, 74

Tillögur að garni:    Peruvian High land ull frá Filcolana, garnið fæst hjá Garn í gangi eða netverslun www.garnigangi.is

Magn í gr:              200, 250, 250, 300, 350, 400, 400 gr af uppgefnu garni.

Prjónafesta:           18/10 á prjóna nr. 5

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með