Frost ungbarnasamfestingur

  • 1.350 ISK kr
VSK innifalin í verði


Fallegur og mjúkur samfestingur á allra minnstu börnin, útlitið er það sama og í Frost línunni minni sem hefur verið svo ótrúlega vinsæl.

Samfestingurinn er prjónaður fram og til baka, ofan frá og niður, listarnir eru prjónaðir jafnóðum og það eru stuttar umferðir á bakstykki til að gera pláss fyrir bleyjubossa. Fyrirmyndin er Frost samfestingur úr minni allra vinsælustu línu með örlitlum breytingum eins og á kraganum og prjónafestunni.

 Ég gef upp Kind merinoull sem er ný á markaðnum og flutt inn af Ólöf Ingu hjá Kind knitting. Garnið er meðhöndlað á umhverfisvænan hátt sem skaðar ekki umhverfið en ullin er dásamlega mjúk og hentar vel í ungbarnaflíkur.

Athugið að garnmagn og mál miðast við uppgefið garn.

Stærð:                    0 mánaða, 1 til 3ja mánaða, 3 til 6 mánaða

Ummál í cm:          42, 47, 50

Tillögur að garni:    Kind merinoull. Garnið fæst í netverslun www.prjonaklubburinn.is

Magn í gr:              150, 200, 250 ( í prufuprjóni fóru tæplega 200 í stærstu stærð)

Prjónafesta:           23/10 á prjóna nr. 4

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

 


Við mælum með