Frost vettlingar
Vettlingar eru algjörlega nauðsynleg viðbót í Frost línu. Þessir eru reyndar bara flottir og fljótlegir og gott að eiga í fataskápnum með útifötunum.
Frost vettlingar eru þessir beisikk venjulegu vettlingar sem passa við allt . Nokkuð sætir bara, háir upp og góðir undir pollavettlinga. Pernilla garnið er ullargarn sem hentar vel í þessa uppskrift. Á minnstu stærðinni er alveg hægt að sleppa þumli ef þú ert að prjóna á lítið skott yngri en 1 árs 😊
Stærð: 0 til 12 mán, 1 til 2 ára, 2 til 3 ára, 4 til 6 ára
Tillögur að garni: Pernilla frá Filcolana. Garnið fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun www.garnigangi.is
Magn í gr: 50 gr eða ein dokka.
Prjónafesta: 23/10 á prjóna nr. 3.5
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .