Hversdags Vesti

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Vesti koma og fara úr tísku. Þrátt fyrir það eru þau óendanlega smart og klæðileg flík. Eitt eða tvö í skápinn hjá skvísunum er ekki slæmt.

Vestið er prjónað neðan frá og upp með V hálsmáli. Bakstykkið er prjónað fyrst en síðan framstykki. Vestið er með klauf í hliðunum , þ.e. stroff á bakstykki og framstykki eru prjónað í sitt hvoru lagi og síðan sett saman. Þú ræður að sjálfsögðu hvort þú hefur klauf og eins hvað þú hefur hana langt upp.

 Stærð:                    XS, S, M, L, XL,XXL

Ummál í cm:          80, 84, 90, 96, 105, 114 

Tillögur að garni:    Puno frá Rauma / annað garn sem hentar : snefnug frá Camaros eða Drops Air

Magn í gr:              150, 200, 250, 250, 250, 300

Prjónafesta:           16/10 á prjóna nr. 6

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með